Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   þri 10. september 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Portúgal Evrópumeistari í öllum knattspyrnugreinum
Portúgalska landsliðið vann Evrópumótið í fótbolta árið 2016. Síðan þá hefur Portúgal bætt þremur Evrópumeistaratitlum við sig í knattspyrnutengdum greinum, allt í karlaflokki.

Fyrir einu og hálfu ári vann Portúgal EM innanhússliða og fyrr í sumar vann A-landsliðið Þjóðadeildina.

Á dögunum vann Portúgal svo Evrópumótið í strandfótbolta og fullkomnaði þannig fernuna.

Portúgal vann Rússland 4-2 í úrslitaleik strandfótboltamótsins.


Athugasemdir
banner