Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 10. september 2020 05:55
Victor Pálsson
Ísland í dag - Stórleikir í Mjólkurbikarnum
Rúnar og félagar fá erfitt verkefni.
Rúnar og félagar fá erfitt verkefni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er sannkölluð veisla í Mjólkurbikar karla í kvöld en þrír hörkuleikir eru á dagskrá í 8-liða úrslitum keppninnar.

Ballið byrjar klukkan 16:30 þegar FH fær Stjörnuna í heimsókn í Kaplakrika. FH verður án lykilmanns en Daníel Hafsteinsson tekur út leikbann í viðureigninni.

Klukkan 19:15 eigast við Breiðablik og KR á Kópavogsvelli og þar verða KR-ingar án miðjumannsins Pablo Punyed sem tekur út leikbann.

Á sama tíma verður spilað á Hlíðarenda þar sem Valur og HK eigast við. Liðin mættust þann 30. ágúst síðastliðinn og vann Valur þá 1-0 sigur.

Það eru einnig leikir á dagskrá í 4. deild karla og 2. deild kvenna en dagskrána í heild má sjá hér fyrir neðan.

fimmtudagur 9. september

Mjólkurbikar karla:
16:30 FH - Stjarnan (Kaplakrikavöllur)
19:15 Breiðablik - KR (Kópavogsvöllur)
19:15 Valur - HK (Origo völlurinn)

4. deild karla (A riðill)
18:30 Vatnaliljur - Uppsveitir (Fagrilundur)

2. deild kvenna:
19:15 Fram - Hamar (Framvöllur)

Athugasemdir
banner
banner