Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 10. september 2022 15:22
Elvar Geir Magnússon
Formaður HB segir að Heimir sé ekki að taka við
'Heimir er ikki á veg til HB' segja færeyskir fjölmiðlar.
'Heimir er ikki á veg til HB' segja færeyskir fjölmiðlar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Formaður færeyska félagsins HB, Páll Mohr Joensen, segir að ekkert sé til í þeim fréttaflutningi að Heimir Guðjónsson sé að taka við liðinu eftir tímabilið. Hann segir að engar viðræður hafi átt sér stað við Heimi.

Formaðurinn var í útvarpsviðtali í Færeyjum þar sem hann segist telja að um misskilning hafi verið að ræða hjá fjölmiðlum.

Heimir hafi heimsótt Færeyjar og þar hafi þeir hist en bara sem vinir.

Fjallað var um málið í útvarpsþættinum Fótbolti.net í dag.

Sögusagnir hafa verið í gangi um að Heimir gæti tekið við uppeldisfélagi sínu KR ef Rúnar Kristinsson hverfur til annarra starfa eftir tímabiið.

Hann stýrði HB 2018 og 2019, gerði liðið að færeyskum meistara fyrra árið og bikarmeistara það seinna.

HB er í 3. sæti færeysku deildarinnar, sextán stigum á eftir toppliði KÍ. Þá er liðið í undanúrslitum bikarkeppninnar. Samningur núverandi þjálfara HB, Dalibor Savic, rennur út eftir tímabilið sem lýkur í lok október.
Útvarpsþátturinn - Bestir í Lengju, fréttir vikunnar og stjóraskipti Chelsea
Athugasemdir
banner
banner
banner