Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 10. september 2024 23:43
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino ráðinn sem landsliðsþjálfari Bandaríkjanna (Staðfest)
Mynd: EPA
Argentínski þjálfarinn Mauricio Pochettino hefur verið ráðinn sem nýr aðalþjálfari bandaríska landsliðsins eftir að hafa verið rekinn frá Chelsea í sumar.

Pochettino er 52 ára gamall en býr yfir mikilli reynslu úr fótboltaheiminum, bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann lék 20 landsleiki fyrir Argentínu á ferlinum og hefur þjálfað félagslið á borð við Tottenham og Paris Saint-Germain.

Pochettino gerir tveggja ára samning við Bandaríkin og mun því stýra landsliðinu á HM 2026 sem haldið verður á heimavelli.

Hann tekur við starfinu eftir að Gregg Berhalter var rekinn í sumar, en á undan honum voru Bruce Arena, Jürgen Klinsmann og Bob Bradley við stjórnvölinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner