Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. október 2021 23:17
Brynjar Ingi Erluson
Forseti Brasilíu mátti ekki mæta á völlinn
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu
Mynd: EPA
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, var furðulostinn yfir því þegar honum var meinaður aðgangur á leik Gremio og Santos í brasilísku deildinni í gær.

Bolsonaro er afar umdeildur í Brasilíu. Nálgun hans á heilbrigðismálum eru mikið í sviðsljósinu en hann neitar að ganga um með grímu og hefur verið sektaður fyrir að ganga ekki með slíka á almannafæri. Þá er hann afar skeptískur á virkni bóluefna við veirunni.

Hann er ekki bólusettur við Covid. Hann greindist með veiruna á síðasta ári og var varð ástandið svo alvarlegt að hann var lagður inn á spítala.

Bolsonaro ætlaði sér að mæta á leik Gremio og Santos í brasilísku deildinni í gær en var meinaður aðgangur þar sem hann var ekki bólusettur.

„Af hverju á ég að vera með bólusetningarskírteini? Ég vildi bara horfa á Santos-leikinn og fékk þau skilaboð að ég þyrfti að vera bólusettur. Af hverju? Ég er með meira mótefni en allir þeir sem létu bólusetja sig," sagði Bolsonaro í viðtali við Metropoles.
Athugasemdir
banner
banner
banner