Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 10. október 2021 23:46
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni HM: Markalaust í Kólumbíu
Neymar í leiknum gegn Kólumbíu
Neymar í leiknum gegn Kólumbíu
Mynd: EPA
Kólumbía 0 - 0 Brasilía

Kólumbía og Brasilía gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í undankeppni HM í kvöld. Leikurinn var spilaður á Metropolitano Roberto Melendez-leikvanginum í Kólumbíu.

Kólumbíska liðið skapaði gott færi í byrjun leiks er Yerry Mina skallaði rétt framhjá markinu eftir aukaspyrnu frá Juan Fernando Quintero.

Marquinhos bjargaði þá marki skömmu síðar áður en Lucas Paqueta átti fínustu tilraun eftir undirbúning frá Neymar.

David Ospina, markvörður Kólumbía, bjargaði tvsivar undir lokin og kom í veg fyrir að Brasilía myndi taka öll stigin. Lokatölur 0-0 og Brasilía áfram í efsta sæti riðilsins með 28 stig á meðan Kólumbía er í 5. sæti með 15 stig.
Athugasemdir
banner