Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
   fim 10. október 2024 11:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þurfti að loka samfélagsmiðlunum - „Ekki alveg eins og þessi sex hlaðvörp hérna"
Jökull Andrésson.
Jökull Andrésson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jason Daði er á mála hjá Grimsby.
Jason Daði er á mála hjá Grimsby.
Mynd: Grimsby
Bræðurnir Jökull og Axel Óskar Andréssynir voru gestir í Enski boltinn hlaðvarpinu fyrr í þessari viku. Ræddu þeir meðal annars um tíma sinn í ástríðunni í neðri deildum Englands.

Þeir fóru saman til Reading á Englandi þegar þeir voru yngri en á tíma þeirra þar voru þeir báðir lánaðir í neðri deildirnar. Jökull, sem er enn samningsbundinn Reading, hefur átta sinnum farið á lán í neðri deildirnar.

Í neðri deildunum er gríðarleg ástríða á meðal stuðningsmanna og kalla þeir ekki allt ömmu sína.

„Það er bara að duga eða drepast," sagði Jökull. „Ef þú stendur þig ekki þarna, þá ertu bara tekinn af lífi."

„Í fyrra var ég hjá Carlisle og ég geri mögulega verstu mistök sem ég hef gert á mínum ferli. Ég ætlaði að taka langt útspark með boltann í höndunum en ég sé ekki að það er gæi fyrir aftan mig. Ég rúlla honum út og þá kemur hann og potar honum. Ég tek hann niður og fæ rautt spjald."

„Ég þurfti að eyða Instagram og Twitter. Það var án djóks eins og það væri verið að fara að dæma mig fyrir morð. Þetta er ekki eðlilegt. Ég er bara venjulegur gaur sem er að sparka og grípa bolta," sagði Jökull.

„Þetta er ekki alveg eins og að hafa þessi sex hlaðvörp hérna sem eru að tala illa um þig," sagði Axel Óskar.

„Ef þú ert ekki nægilega sterkur þarna úti þegar þú gerir mistök, þá er þetta að fara að éta þig upp og skyrpa þér út. Ég sendi á Jason Daða og spurði hvernig honum liði. Hann er mættur í Grimsby, hann er ekki að flytja til London eða Manchester. Hann sagði við mig að sér liði ótrúlega vel og ég er glaður með það," sagði Jökull. „Ég vona að hann skíni og honum líði vel. Hann er svo geggjaður."

Hægt er að hlusta á allt hlaðvarpið í spilaranum hér fyrir neðan.
Enski boltinn - Eldhressir Mosóbræður í heimsókn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner