Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
banner
   fös 10. október 2025 15:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið U21: Fimm breytingar frá vonbrigðunum í Eistlandi
Eimskip
Haukur Andri var ekki í hópnum síðast en byrjar í dag.
Haukur Andri var ekki í hópnum síðast en byrjar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ómar Björn Stefánsson er á bekknum og gæti spilað sinn fyrsta leik í íslensku treyjunni í dag.
Ómar Björn Stefánsson er á bekknum og gæti spilað sinn fyrsta leik í íslensku treyjunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 16:30 tekur svissneska U21 landsliðið á móti því íslenska í undankeppni EM 2027. Spilað er á Swissporarena í Lúsern.

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari íslenska liðsins, er búinn að velja byrjunarliðið sitt og má sjá það fyrir neðan. Hann gerir fimm breytingar á liðinu sem gerði jafntefli í Eistlandi í síðasta mánuði.

Inn í liðið koma þeir Tómas Orri Róbertsson, Logi Hrafn Róbertsson, Nóel Atli Arnórsson, Helgi Fróði Ingason og Haukur Andri Haraldsson. Það vekur athygli að Ágúst Orri Þorsteinsson er ekki í leikmannahópnum í dag en hann er að glíma við meiðsli, Júlíus Mar Júlíusson er í leikbanni og þeir Kjartan Már Kjartansson, Jóhannes Kristinn Bjarnason og Hilmir Rafn Mikaelsson taka sér sæti á bekknum.

Lestu um leikinn: Sviss U21 0 -  0 Ísland U21

Ísland er með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirnar og ljóst að liðið þarf að standa sig vel í þeim leikjum sem eftir eru til að eiga möguleika á því að fara á EM sem haldið verður í Albaníu og Serbíu.

Byrjunarliðið
1. Lúkas Petersson (m)
4. Logi Hrafn Róbertsson
5. Hlynur Freyr Karlsson
6. Baldur Kári Helgason
9. Benoný Breki Andrésson
10. Eggert Aron Guðmundsson
14. Helgi Fróði Ingason
16. Haukur Andri Haraldsson
19. Róbert Frosti Þorkelsson
21. Tómas Orri Róbertsson
23. Nóel Atli Arnórsson
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Færeyjar 4 3 0 1 5 - 8 -3 9
2.    Sviss 2 1 1 0 2 - 0 +2 4
3.    Frakkland 1 1 0 0 6 - 0 +6 3
4.    Ísland 3 0 2 1 2 - 3 -1 2
5.    Eistland 4 0 2 2 4 - 7 -3 2
6.    Lúxemborg 2 0 1 1 2 - 3 -1 1
Athugasemdir
banner