Darko Bulatovic, fyrrum leikmaður KA, vill samkvæmt heimildum Fótbolta.net spila á Íslandi á næsta tímabili.
Darko er 36 ára Svartfellingur sem getur bæði spilað sem vinstri bakvörður og miðvörður.
Darko er 36 ára Svartfellingur sem getur bæði spilað sem vinstri bakvörður og miðvörður.
Hann lék með KA tímabilið 2017 og svo aftur seinni hluta tímabilsins 2024. Hann var byrjunarliðsmaður hjá KA seinni hluta síðasta tímabils og lék allan leikinn þegar KA varð bikarmeistari eftir úrslitaleik gegn Víkingi.
Hann lék á sínum tíma þrjá landsleiki fyrir Svartfjallaland. Hann er í dag leikmaður FK Internacional í næstefstu deild Svartfjallands. Á ferlinum hefur hann leikið í heimalandinu, í Póllandi, á Íslandi og í Serbíu.
Athugasemdir