Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
banner
   fös 10. október 2025 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Domino's býður öllum á mikilvægan leik í Evrópubaráttunni
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH tekur á móti Víkingi í Kaplakrika klukkan 14:00 á morgun. Um er að ræða leik í næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna og getur FH tryggt sér Meistaradeildarsæti með sigri í leiknum.

Það er frítt fyrir alla á leikinn í boði Domino's.

FH er með þriggja stiga forskot á Þrótt í Meistaradeildarbaráttunni og sex stig eru í pottinum. FH er með 18 marka betri markatölu en Þróttur svo það þyrfti eitthvað ótrúlegt að gerast í lokaumferðinni svo þrjú stig gegn Víkingi tryggi ekki 2. sætið.

Víkingur hefur hins vegar komist á mikla siglingu seinni hluta móts eftir að Einar Guðnason tók við liðinu og honum til aðstoðar er FH-ingurinn Jón Páll Pálmason. Undir þeirra stjórn hefur liðið farið úr fallsæti og upp í það fimmta og möguleiki er á fjórða sætinu.


Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 23 18 2 3 87 - 25 +62 56
2.    FH 23 15 3 5 58 - 30 +28 48
3.    Þróttur R. 23 15 3 5 42 - 30 +12 48
4.    Stjarnan 23 10 2 11 40 - 44 -4 32
5.    Víkingur R. 23 9 2 12 50 - 49 +1 29
6.    Valur 23 8 5 10 33 - 36 -3 29
Athugasemdir
banner