Íslenska U21 landsliðið hefur farið illa af stað í undankeppni fyrir EM.
                
                
                                    Strákarnir töpuðu fyrst heimaleik gegn frændum okkar frá Færeyjum og gerðu svo jafntefli í Eistlandi. Þeir heimsækja Sviss í dag klukkan 16:30 á íslenskum tíma og geta búist við erfiðum leik.
Sviss er aðeins búið að keppa einn leik í undankeppninni, 0-2 sigur í Eistlandi. Það eru þó mikil gæði í U21 liði Íslands og munu Strákarnir okkar eflaust reyna að krækja í sigur á erfiðum útivelli.
Það eru spennandi slagir á dagskrá í undankeppninni í dag þar sem Danmörk tekur á móti Austurríki og Svíþjóð heimsækir Ítalíu.
England fer þá til Moldavíu á meðan Færeyingar taka á móti gífurlega sterku liði Frakklands sem á enn eftir að spila sinn fyrsta leik í riðlakeppninni. Færeyjar hafa sigrað alla þrjá leiki sína hingað til í undankeppninni, gegn Eistlandi, Íslandi og Lúxemborg.
Holland, Þýskaland, Portúgal og Belgía eru meðal þjóða sem mæta til leiks í dag og í kvöld.
Leikir dagsins
15:00 Lettland - Georgía
15:00 Norður-Makedónía - Armenía
16:00 Bosnía - Holland
16:00 Tékkland - Aserbaídsjan
16:00 Danmörk - Austurríki
16:00 Eistland - Lúxemborg
16:00 Færeyjar - Frakkland
16:00 Þýskaland - Grikkland
16:00 Ísrael - Slóvenía
16:00 Moldavía - England
16:00 Pólland - Svartfjallaland
16:00 Úkraína - Ungverjaland
16:15 Ítalía - Svíþjóð
16:30 Sviss - Ísland
17:00 Tyrkland - Litháen
17:00 Wales - Belgía
18:30 Írland - Slóvakía
18:30 Portúgal - Búlgaría
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
		| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig | 
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Færeyjar | 5 | 3 | 0 | 2 | 6 - 11 | -5 | 9 | 
| 2. Sviss | 3 | 2 | 1 | 0 | 5 - 1 | +4 | 7 | 
| 3. Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 12 - 1 | +11 | 6 | 
| 4. Ísland | 4 | 1 | 2 | 1 | 4 - 4 | 0 | 5 | 
| 5. Eistland | 5 | 0 | 2 | 3 | 5 - 13 | -8 | 2 | 
| 6. Lúxemborg | 3 | 0 | 1 | 2 | 3 - 5 | -2 | 1 | 
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
         
     
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
        
