Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
banner
   fös 10. október 2025 09:54
Elvar Geir Magnússon
Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Liverpool hefur áhuga á Wharton
Powerade
Kenan Yildiz er orðaður við enska boltann.
Kenan Yildiz er orðaður við enska boltann.
Mynd: EPA
Adam Wharton.
Adam Wharton.
Mynd: EPA
Það er leikdagur á Laugardalsvelli en Ísland og Úkraína mætast í undankeppni HM í kvöld klukkan 18:45. Við styttum biðina með því að fara yfir allt helsta slúðrið en það er nóg af áhugaverðum molum í pakka dagsins!

Manchester United er tilbúið að bjóða 78 milljónir punda í tyrkneska framherjann Kenan Yildiz (20) sem er einnig á óskalista Chelsea. (Caught Offside)

Manchester United ætlar að fá inn nýjan miðjumann næsta sumar og er að skoða kamerúnska landsliðsmanninn Carlos Baleba (21) hjá Brighton og enska landsliðsmanninn Elliot Anderson (22) hjá Nottingham Forest. (Sky Sports)

Everton íhugar að reyna að fá enska miðjumanninn Kalvin Phillips (29) frá Manchester City í janúar. (Football Insider)

Liverpool er meðal enskra úrvalsdeildarfélaga sem hafa áhuga á enska miðjumanninum Adam Wharton (21) hjá Crystal Palace. (Mail)

Ekki er búist við því að Brentford bjóði Michail Antonio (35) samning þó þessi fyrrum sóknarmaður West Ham sé að æfa með félaginu. (Mail)

Manchester United er áfram í viðræðum við Harry Maguire (32) um nýjan samning. Fulltrúar leikmannsins hafa sest niður með forráðamönnum félagsins en samningur Maguire rennur út næsta sumar. (Fabrizio Romano)

Crystal Palace býr sig undir brotthvarf Marc Guehi (25), annað hvort í janúar eða næsta sumar. Liverpool, Barcelona og Real Madrid eru meðal félaga sem hafa áhuga á enska varnarmanninum. (Express)

Napoli hefur áhuga á að fá Kobbie Mainoo (20) lánaðan frá Manchester United í janúar þrátt fyrir að hafa ákveðið í sumar að gera ekki tilboð. (La Gazzetta dello Sport)

Brasilíski miðvörðurinn Murillo (23) hjá Nottingham Forest er einn af leikmönnunum sem Chelsea er með á blaði. Chelsea vill styrkja varnarleik sinn. (Football Insider)

Marc Guiu (19) gæti snúið aftur til Sunderland í janúarglugganum en spænski sóknarmaðurinn var lánaður til félagsins í ágúst en kallaður til baka til Chelsea eftir aðeins tvo leiki. (GiveMeSport)
Athugasemdir