
Það var nýverið tilkynnt að Nik Chamberlain hætti með Breiðablik eftir tímabilið og taki við Kristianstad í Svíþjóð. Nik hefur þjálfað lengi á Íslandi, gerði mjög góða hluti með Þrótt og hefur svo unnið tvo Íslandsmeistaratitla og einn bikarmeistaratitil með Breiðabliki.
Í Uppbótartímanum var aðeins rætt um þetta skref hans og spáði þar Magnús Haukur Harðarson því að hann muni taka tvo leikmenn með sér út. Aðeins er um vangaveltur að ræða.
Í Uppbótartímanum var aðeins rætt um þetta skref hans og spáði þar Magnús Haukur Harðarson því að hann muni taka tvo leikmenn með sér út. Aðeins er um vangaveltur að ræða.
„Ég held að hann taki tvær með sér, ég held að hann taki Sammy (Smith) og Elín Helena gæti farið líka," sagði Magnús Haukur.
„Það eru þrír Íslendingar náttúrulega fyrir þarna, Alexandra (Jóhannsdóttir), Elísa Lana (Sigurjónsdóttir) og Guðný (Árnadóttir). Ég mun sakna Nik að því leytinu til að mér finnst hann hafa hækkað rána í íslenskum kvennabolta," sagði Magnús jafnframt.
Það eru klárlega fleiri leikmenn í Blikaliðinu sem Nik gæti horft til en nánar má hlusta á umræðuna í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir