
Ísland mætir Úkraínu í kvöld og svo Frakklandi á mánudag í undankeppni HM. Ísland er í öðru sæti riðilsins sem stendur en það sæti gefur umspilssæti fyrir HM.
Úkraínska vefsíðan sport.ua tók saman heildarverðmæti leikmannahópa Úkraínu og Íslands samkvæmt Transfermarkt.
Úkraínska vefsíðan sport.ua tók saman heildarverðmæti leikmannahópa Úkraínu og Íslands samkvæmt Transfermarkt.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 3 Úkraína
Úkraínski hópurinn er metinn á 297 milljónir evra og þar af er Ilya Zabarnyi, varnarmaður PSG, metinn á 55 milljónir evra. Allur leikmannahópur Íslands er metinn á 78 milljónir evra.
Albert Guðmundsson og Hákon Arnar Haraldsson eru verðmætustu leikmenn íslenska hópsins.
Fimm verðmætustu leikmenn Úkraínu:
Ilya Zabarny (PSG) – 55 m evra
Georgiy Sudakov (Benfica) – 32 m evra
Anatoly Trubin (Benfica) – 28 m evra
Vitaliy Mykolenko (Everton) – 28 m evra
Artem Dovbyk (Roma) – 25 m evra
Fimm verðmætustu leikmenn Íslands:
Albert Guðmundsson (Fiorentina) - 18 m evra
Hákon Arnar Haraldsson (Lille) - 18 m evra
Ísak Bergmann Jóhannesson (Köln) - 7 m evra
Willum Þór Willumsson (Birmingham City) - 4 m evra
Kristian Hlynsson (Twente) - 4 m evra
Athugasemdir