Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
banner
   fös 10. október 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM í dag - Mikilvægur leikur við Úkraínu
Eimskip
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Það fara átta leikir fram í dag í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM, þar sem Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu fá Úkraínu í heimsókn.

Hér er um að ræða gríðarlega mikilvægan slag fyrir lærisveina Arnars Gunnlaugssonar sem sýndu frábæra frammistöðu gegn Frökkum í síðustu umferð og voru óheppnir að jafna ekki leikinn á lokamínútunum.

Naumt tap gegn Frökkum eftir stórsigur gegn Aserum í fyrstu umferð þýðir að leikirnir gegn Úkraínu gætu ráðið úrslitum í baráttunni um annað sætið.

Úkraína er aðeins með eitt stig eftir tap á heimavelli gegn Frakklandi og jafntefli í Aserbaídsjan.

Það eru fleiri leikir á dagskrá þar sem mest spennandi slagurinn fer fram í Svíþjóð. Þar taka Alexander Isak, Viktor Gyökeres og félagar á móti Svisslendingum.

Kósovó tekur á móti Slóveníu í áhugaverðum slag á meðan Norður-Írland fær Slóvakíu í heimsókn en svo eru þrjár stórþjóðir í fótboltaheiminum sem eiga heimaleiki.

Belgía á erfiðan heimaleik við gott lið Norður-Makedóníu á meðan Þýskaland spilar við Lúxemborg og Frakkland fær Aserbaídsjan í heimsókn.

Leikir dagsins
14:00 Kasakstan - Liechtenstein
18:45 Norður Írland - Slóvakía
18:45 Kósóvó - Slóvenía
18:45 Svíþjóð - Sviss
18:45 Ísland - Úkraína
18:45 Belgía - Norður Makedónía
18:45 Þýskaland - Lúxemborg
18:45 Frakkland - Aserbaídsjan
Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 4 3 1 0 9 - 3 +6 10
2.    Úkraína 4 2 1 1 8 - 7 +1 7
3.    Ísland 4 1 1 2 11 - 9 +2 4
4.    Aserbaísjan 4 0 1 3 2 - 11 -9 1
Athugasemdir
banner
banner