Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 10. nóvember 2020 09:28
Elvar Geir Magnússon
Björn Kuipers dæmir Ungverjaland - Ísland
Icelandair
Björn hefur áður dæmt mikilvæga leiki hjá Íslandi.
Björn hefur áður dæmt mikilvæga leiki hjá Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollendingurinn Björn Kuipers dæmir leik Ungverjalands og Íslands á fimmtudagskvöld.

Aðstoðardómarar eru Sander van Roekel og Erwin Zeinstra en þetta er sama tríó og dæmdi viðureign Íslands gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum EM 2016.

VAR tæknin verður á leiknum en VAR dómari er Pol van Boekel. Allir dómarar leiksins koma frá Hollandi.

Björn Kuipers er 47 ára og hefur um margra ára skeið verið í hópi fremstu dómara heims.

Björn rak Mario Mandzukic af velli þegar Ísland mætti Króatíu í umspili fyrir HM í Zagreb árið 2013.

Hann hefur verið FIFA dómari frá því árið 2006 en hann dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2014 þegar Real Madrid sigraði Atletico Madrid 4-1 eftir framlengingu.

Hann dæmdi úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2018 og dæmdi á lokakeppni HM 2014 og 2018.
Athugasemdir
banner
banner