Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. nóvember 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Líkir Kean við Cavani
Moise Kean er heitur með PSG
Moise Kean er heitur með PSG
Mynd: Getty Images
Éric Rabésandratana, fyrrum leikmaður Paris Saint-Germain, er afar af ítalska lánsmanninum Moise Kean en hann líkir leikmanninum við Edinson Cavani.

Kean er 20 ára gamall í dag en árið 2016 varð hann fyrsti leikmaðurinn sem er fæddur á þessari öld til að spila í einni af fjórum stærstu deildum Evrópu.

Það gerði hann með Juventus og átti hann fínar rispur með liðinu áður en hann var seldur til Everton á síðasta ári. Hann skoraði aðeins 2 mörk í 33 leikjum á síðustu leiktíð og var þá kominn með tvö mörk á þessu tímabili áður en hann var lánaður til Frakklands.

Hjá PSG fékk hann tækifærið til að sanna sig á nýjan leik og það gerði hann svo sannarlega. Hann er kominn með 5 mörk í fyrstu 7 leikjunum og virðist hann smellpassa inn franska stórliðið en Rabésandratana er hrifinn af Kean.

„Þegar PSG tapar boltanum þá fer hann strax í það að verjast og minnir mig í raun á Edinson Cavani hvað varðar hugarfar og framlag. Ég vona að hann skori jafn mörg mörk og Cavani gerði," sagði Rabésandratana.

„Við munum fylgjast náið með honum í næstu leikjum til að sjá hvort hann geti verið áreiðanlegur og það er það mikilvægasta á þessu stigi. Kean gefur Icardi mjög holla samkeppni en það versta við þetta er að PSG er ekki með möguleika á að kaupa hann eftir tímabilið," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner