Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. nóvember 2020 15:39
Magnús Már Einarsson
Luke Shaw frá keppni í allt að sex vikur
Mynd: Getty Images
Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United, verður frá keppni í allt að sex vikur vegna meiðsla aftan í læri en The Athletic greindi frá þessu í dag.

Shaw tognaði aftan í læri í sigrinum gegn Everton um helgina.

Miðað við rannsóknir verður Shaw frá keppni í fjórar til sex vikur vegna meiðslanna.

Shaw var frá keppni í þrjá mánuði á síðasta tímabili vegna meiðsla aftan í læri og United ætlar ekki að láta hann snúa of snemma aftur.

Alex Telles, sem kom frá Porto í sumar, gæti nú fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína eða Brandon Williams sem spilaði í vinstri bakverði á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner