Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   sun 10. nóvember 2024 00:23
Brynjar Ingi Erluson
Diljá hafði betur í Íslendingaslagnum - Valgeir skoraði sjálfsmark
Valgeir Lunddal varð fyrir því óláni að skora í eigið net
Valgeir Lunddal varð fyrir því óláni að skora í eigið net
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diljá Ýr Zomers og stöllur hennar í Leuven unnu Club Brugge, 2-0, í Íslendingaslag í belgísku úrvalsdeildinni í dag.

Landsliðskonan byrjaði á bekknum hjá Leuven á meðan Lára Kristín Pedersen byrjaði hjá Brugge.

Leuven skoraði tvö mörk snemma leiks og dugði það til sigurs en Leuven er á toppnum með 22 stig eftir níu leiki á meðan Brugge er í 6. sæti með 9 stig.

Amanda Andradóttir byrjaði í 2-0 tapi Twente gegn Ajax í hollensku úrvalsdeildinni.

Hún kom til félagsins frá Val í sumar og hefur nú fest sæti sitt í byrjunarliði hollenska liðsins. Twente er í 5. sæti með 11 stig.

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir byrjaði hjá Nordsjælland sem vann 2-0 sigur á B93 í dönsku úrvalsdeildinni.

Hún komst ekki á blað í dag og hefur í raun ekki tekist að skora í síðustu fimm leikjum, en er samt önnur markahæst í deildinni með 7 mörk.

Nordsjælland er á toppnum með 30 stig eftir tólf leiki.

Ísak Bergmann Jóhannesson og Valgeir Lunddal Friðriksson voru þá báðir í byrjunarliði Fortuna Düsseldorf sem gerði 1-1 jafntefli við Paderborn.

Valgeir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 61. mínútu leiksins en það kom ekki að sök þar sem Felix Götze í liði Paderborn skoraði einnig í eigið net þegar lítið var eftir af leiknum.

Düsseldorf er í 3. sæti þýsku B-deildarinnar með 21 stig eins og Paderborn sem er í öðru sæti.
Athugasemdir
banner
banner