Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   sun 10. nóvember 2024 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Spennandi fallbarátta í Noregi - Mikael Neville á toppinn í Danmörku
Mikael Neville er á toppnum
Mikael Neville er á toppnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikil spenna er í fallbaráttunni í norsku úrvalsdeildinni í ár en mörg Íslendingalið taka þátt í henni.

Brynjar Ingi Bjarnason og félagar í Ham/Kam töpuðu fyrir Rosenborg, 2-0, í dag.

Varnarmaðurinn kom inn af bekknum þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Ham/Kam er í 9. sæti með 33 stig og ekki enn búið að bjarga sér frá falli.

Anton Logi Lúðvíksson var ónotaður varamaður hjá Haugesund sem vann 2-0 sigur á Tromsö. Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Haugesund sem er í 14. sæti með 30 stig. Það lið sem hafnar í 14. sæti þarf að fara í umspil til að halda sæti sínu.

Hilmir Rafn Mikaelsson kom inn af bekknum á 56. mínútu er Kristiansund tapaði fyrir Viking, 1-0. Kristiansund er í 12. sæti með 31 stig, einu stigi fyrir ofan umspilssæti.

Stefán Ingi SIgurðarson lék síðustu fimmtán mínúturnar í 1-0 sigri Sandefjord á Odd. Sandefjord er í 11. sæti með 31 stig. Sveinn Aron Guðjohnsen var ónotaður varamaður í 2-2 jafntefli Sarpsborg gegn Molde.

Sarpsborg er í 10. sæti með 33 stig. Logi Tómasson var þá ekki með Strömsgodset sem vann KFUM Oslo, 1-0, en Strömsgodset er svo gott sem búið að tryggja sæti sitt í deildinni. Liðið er með 35 stig með 7. sæti.

Rúnar Þór Sigurgeirsson byrjaði hjá Willem II sem vann AZ Alkmaar, 2-1, í hollensku úrvalsdeildinni. Willem II er í 9. sæti með 15 stig.

Helgi Fróði Ingason var í byrjunarliði Helmond Sport sem tapaði fyrir Dordrecht, 4-0, í hollensku B-deildinni. Helmond hefur farið tímabilið vel af stað en fékk óvæntan skell í kvöld. Liðið er í 2. sæti með 27 stig.

Mikael Neville Anderson var á sínum stað í liði AGF sem gerði 1-1 jafntefli við FCK á heimavelli. Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekk FCK.

AGF er komið í toppsæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig, eins og FCK og Midtjylland, en AGF með betri markatölu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner