Erling Braut Haaland, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, er ekki í leikmannahópi Manchester City sem heimsækir Luton í dag.
Haaland, sem er með 14 mörk á þessu tímabili, hefur verið kaldur í síðustu tveimur leikjum, en hann ferðaðist ekki með liðinu til Luton.
Ekki hefur verið greint frá ástæðu þess en það má áætla að hann sé að glíma við smávægileg meiðsli.
Man City er án sigurs í síðustu fjórum leikjum og í brýnni þörf á því að komast aftur á sigurbraut.
Leikurinn hefst klukkan 14:00 og fer fram á heimavelli Luton.
Man City er í 4. sæti deildarinnar með 30 stig, sjö stigum frá toppliði Liverpool.
Athugasemdir