Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 10. desember 2023 14:55
Aksentije Milisic
Myndband: Adebayo skallaði Luton í forystu gegn Englandsmeisturunum
Frá leiknum í dag.
Frá leiknum í dag.
Mynd: EPA

Þessa stundina eru Luton Town og Manchester City að spila í ensku úrvalsdeildinni og má svo sannarlega segja að það séu óvæntir hlutir að gerast.


Nýliðarnir, sem eru í fallsæti, komust yfir í leiknum undir lok fyrri hálfleiksins en þá stangaði Elijah Adebayo boltann í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Andros Townsend.

Englandsmeistararnir því óvænt undir en liðið hefur ekki unnið í síðustu fjórum deildarleikjum. City hefur stjórnað ferðinni í leiknum en ekki fundið leið framhjá Thomas Kaminski í fyrri hálfleiknum.

Áhugavert verður að sjá hvernig síðari hálfleikurinn þróast en stemningin á Kenilworth Road hefur verið mögnuð.

Sjáðu hérna þegar Adebayo skoraði á lokaandartökum fyrri hálfleiksins.


Athugasemdir
banner
banner
banner