Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 10. desember 2024 10:30
Elvar Geir Magnússon
Góður möguleiki á stigum fyrir Úlfana en hver mun stýra?
Gary O'Neil, Wolves.
Gary O'Neil, Wolves.
Mynd: EPA
Óvíst er hvort Gary O'Neil verði áfram stjóri Wolves en liðið tapaði 2-1 gegn West Ham í gær. Það hefur aðeins unnið tvo deildarleiki og er í fallsæti.

„Þrír tapleikir í röð og Úlfarnir eru í miklum vandræðum á fallsvæðinu. En það er von framundan, það er möguleiki á að safna stigum í næstu leikjum," segir Gary Rose hjá BBC.

„Á laugardag er leikur gegn öðru liði í vandræðum, Ipswich, sem hefur bara unnið einn leik af fimmtán. Þar á eftir kemur leikur gegn Leicester sem er í 17. sæti."

Næstu fimm leikir Wolves:
Ipswich (heima)
Leicester (úti)
Man Utd (heima)
Spurs (úti)
Nottingham Forest (heima)

Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, segir: „Menn horfa á leikjalistann og gætu hugsað að þetta væru tilvaldir leikir til að gefa nýjum stjóra góða byrjun. Ef hlutirnir ganga vel gegn Ipswich og Leicester gætu Úlfarnir komist úr fallsæti. Gary O'Neil þráir að fá þessa leiki til að leiðrétta það sem hefur farið úrskeiðis."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner
banner