Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 11. janúar 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Annar Dani sestur í þjálfarastólinn hjá HB
Jonas Dal Andersen
Jonas Dal Andersen
Mynd: Getty Images
Færeysku meistararnir í HB opinberuðu um helgina að Daninn Jonas Dal Andersen hefur verið ráðinn nýr þjálfari liðsins.

Jens Berthel Askou lét af störfum til að taka við Horsens í heimalandinu. Undir stjórn Askou vann HB tvöfalt á síðasta ári en hann var eitt ár við stjórnvölinn.

Þar á undan var Heimir Guðjónsson þjálfari HB í tvö ár, vann meistaratitilinn fyrra árið og bikarinn það seinna.

Jonas Dal er 44 ára og hefur meðal annars þjálfað Esbjerg og Horsens.

Á leikmannaferlinum þá kom hann meðal annars við hér á Íslandi og lék með Þór Akureyri í 2. deildinni árið 2000. Þá kom hann á lánssamningi frá Mydtjylland.

Í viðtali við in.fo segist Jonas Dal spenntur fyrir nýrri áskorun og að fjölskylda hans líti á þetta sem ævintýri. Hann viti að miklar kröfur séu á árangur hjá HB og hann sé að setjast í heitasta sæti Færeyja.
Athugasemdir
banner
banner
banner