Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 11. janúar 2022 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Tók frekar fótbolta.net textalýsinguna en að horfa á leiki Stjörnunnar"
Alex Þór í leik með Stjörnunni
Alex Þór í leik með Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Þór Hauksson gekk til liðs við Öster í Svíþjóð frá Stjörnunni í fyrra. Hann lék 17 leiki fyrir sænska félagið í deildinni, skoraði 4 mörk og lagði upp eitt. Liðið endaði í 5. sæti.

Eins og fyrr segir kom hann frá Stjörnunni en Garðabæjar liðið átti ekki gott tímabil í Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð. Liðið endaði í 4. sæti tímabilið 2020 en var í neðri hlutanum allt síðasta tímabil og endaði í 7. sæti.

Hvernig var fyrir Alex að fylgjast með sínum mönnum hér heima?

„Það var gríðarlega erfitt. Maður fylgdist með öllum leikjum í byrjun en ef maður á að vera alveg hreinskilinn þá tók maður frekar Fótbolta.net textalýsinguna í staðin fyrir að horfa á þetta. Þetta var ekki beint skemmtilegt fyrir stjörnuhjartað."

Hann segir þó að framtíðin sé björt í Garðabænum.

„Einnig eru jákvæðir punktar í þessu, maður er að sjá unga og efnilega leikmenn að koma inn. Maður fékk aðeins að æfa með þeim og maður sér hvað þeir eru að smíða saman þarna í Garðabæ. Ég get ekki annað sagt en að ég sé spenntur fyrir næsta sumri og mun horfa á alla leiki þá."
Græddi á því að hafa verið pirraður og fúll - „Varð sætara fyrir vikið"
Athugasemdir
banner
banner
banner