Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. janúar 2023 09:14
Elvar Geir Magnússon
Andri Rúnar yfirgefur ÍBV (Staðfest)
Andri Rúnar Bjarnason.
Andri Rúnar Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV hefur staðfest að Andri Rúnar Bjarnason hafi yfirgefið félagið en fjölskylda hans er flutt á höfuðborgarsvæðið. Andri er 32 ára sóknarmaður sem skoraði 10 mörk í 25 leikjum fyrir Eyjamenn á síðasta tímabili.

„Tímabilið var skemmtilegt. Það var gaman að ná að snúa við blaðinu svona. Það var kannski búið að dæma okkur eftir fyrri hlutann. Það var gaman að sýna seinni hlutann hversu góðir við værum. Persónulega var það erfitt fyrir mig að byrja seint út af meiðslum og ná upp alvöru formi. Ég get verið sáttur við að skila tíu mörkum á þannig tímabili. Heilt yfir var þetta gott sumar þrátt fyrir erfiða byrjun," sagði Andri í viðtali við Fótbolta.net fyrir rúmum mánuði.

Í því viðtali sagði Andri frá breyttri stöðu fjölskyldu sinnar og að konan sín væri ólétt.

Tilkynning ÍBV:
ÍBV og Andri Rúnar Bjarnason hafa samið um starfslok leikmannsins hjá félaginu. Andri kom til ÍBV fyrir ári síðan og lék með liðinu í Bestu deildinni þar sem hann skoraði 10 mörk. Eftir tímabilið leitaði Andri til okkar vegna breyttra aðstæðna hjá sér og gekk vel að leysa úr hans málum hjá félaginu. Þrátt fyrir stuðning við hann og hans fjölskyldu er eftirsjá af Andra, enda öflugur leikmaður og vinsæll hjá félaginu. Við óskum Andra velfarnaðar í framtíðinu og þökkum fyrir samstarfið.
Athugasemdir
banner
banner
banner