Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 11. febrúar 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Bera saman 99 lið Man Utd og lið Liverpool í dag
Manchester United vann þrennuna árið 1999.
Manchester United vann þrennuna árið 1999.
Mynd: Getty Images
Sky Sports er með könnun á heimasíðu sinni í dag þar sem verið er að bera saman lið Manchester United sem vann þrennuna árið 1999 og lið Liverpool í dag.

Lesendur fá þar að velja draumalið sitt saman úr þessum tveimur frábæru liðum.

Steve McClaren, sem var aðstoðarstjóri Manchester United árið 1999, segir að Virgil van Dijk væri eini Liverpool maðurinn sem kæmist í sameiginlegt lið hjá sér.

„Van Dijk væri sá eini sem kæmist í þetta lið. Þegar þú horfir á lið Manchester United þá voru leiðtogar í gegnum allt liðið og leiðtogahæfileikar eru lykillinn. Liverpool er að vaxa upp í það núna," sagði McClaren.

Smelltu hér til að kjósa á vef Sky Sports
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner