Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
   sun 11. febrúar 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Arsenal og Man Utd eiga erfiða útileiki
Það eru tveir leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag og eru þeir ekki af ódýrari gerðinni.

West Ham United tekur á móti Arsenal í Lundúnaslag áður en Aston Villa og Manchester United eigast við.

West Ham hefur ekki unnið deildarleik á árinu á meðan Arsenal er búið að vinna þrjá leiki í röð og þarf sigur til að halda í við titilbaráttulið Liverpool og Manchester City sem unnu sína leiki í gær.

Hamrarnir eru þó í baráttu um Evrópusæti og eiga 36 stig eftir 23 umferðir.

Aston Villa þarf einnig sigur til að halda í við titilbaráttuna á meðan Man Utd er í Evrópubaráttunni og gæti reynt að lauma sér í Meistaradeildarsæti.

Leikir dagsins:
14:00 West Ham - Arsenal
16:30 Aston Villa - Man Utd
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
5 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
6 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
7 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
8 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
9 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
10 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
11 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
12 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir