Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 11. febrúar 2024 22:21
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: 16 ára gamall Yamal skoraði tvö í neyðarlegu jafntefli Börsunga
Lamine Yamal var frábær en ekki hægt að segja það sama um liðsfélaga hans í vörninni
Lamine Yamal var frábær en ekki hægt að segja það sama um liðsfélaga hans í vörninni
Mynd: EPA
Lamine Yamal, 16 ára gamall leikmaður Barcelona, skoraði tvö mörk fyrir liðið er það gerði 3-3 jafntefli við fallbaráttulið Granada í La Liga í kvöld.

Leikurinn var spilaður Ólympíuleikvanginum í Barcelona þar sem unnið er að endurbótum á Nou Camp.

Yamal skoraði á 14. mínútu leiksins eftir fyrirgjöf Joao Cancelo, en varnarleikur liðsins hefur oft verið þeirra akkilesarhæll á þessari leiktíð. Ricard Sanchez skoraði jöfnunarmarkið undir lok fyrri hálfleiks og tókst þá lánsmanninum Facundo Pellistri að koma Granada yfir þegar hálftími var eftir.

Robert Lewandowski svaraði fyrir hönd Börsunga þremur mínútum síðar, en varnarmenn liðsins sáu sig tilneydda til að taka boltann aftur úr netinu á 66. mínútu er Ignasi Miquel skoraði fyrir Granada.

Yamal, sem átti stórleik, bjargaði andliti fyrir Barcelona með öðru marki sínu tíu mínútum fyrir leikslok. Táningurinn stóð upp úr í leik Barcelona þó úrslitin hafi verið neyðarleg.

Barcelona er nú tíu stigum frá toppliði Real Madrid þegar fjórtán umferðir eru eftir. Meistararnir þurfa kraftaverk til að eiga möguleika á að endurheimta titilinn.

Úrslit og markaskorarar:

Barcelona 3 - 3 Granada CF
1-0 Lamine Yamal Nasraqui Ebana ('14 )
1-1 Ricard Sanchez ('43 )
1-2 Facundo Pellistri ('60 )
2-2 Robert Lewandowski ('63 )
2-3 Ignasi Miquel ('66 )
3-3 Lamine Yamal Nasraqui Ebana ('80 )

Mallorca 2 - 1 Rayo Vallecano
1-0 Antonio Sanchez ('48 )
1-1 Alvaro Garcia ('76 )
2-1 Vedat Muriqi ('90 )

Sevilla 1 - 0 Atletico Madrid
1-0 Isaac Romero Bernal ('15 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 38 28 4 6 102 39 +63 88
2 Real Madrid 38 26 6 6 78 38 +40 84
3 Atletico Madrid 38 22 10 6 68 30 +38 76
4 Athletic 38 19 13 6 54 29 +25 70
5 Villarreal 38 20 10 8 71 51 +20 70
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 38 16 7 15 59 57 +2 55
8 Osasuna 38 12 16 10 48 52 -4 52
9 Vallecano 38 13 13 12 41 45 -4 52
10 Mallorca 38 13 9 16 35 44 -9 48
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 38 13 7 18 35 46 -11 46
13 Alaves 38 10 12 16 38 48 -10 42
14 Getafe 38 11 9 18 34 39 -5 42
15 Espanyol 38 11 9 18 40 51 -11 42
16 Sevilla 38 10 11 17 42 55 -13 41
17 Girona 38 11 8 19 44 60 -16 41
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
Athugasemdir