Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
   þri 11. febrúar 2025 21:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Birnir Breki framlengir við HK - Hefur vakið athygli
Lengjudeildin
Mynd: HK
Birnir Breki Burknason hefur framlengt samning sinn við HK út sumarið 2026.

Birnir Breki er fæddur árið 2006 og er HKingur í húð og hár. Hann lauk öðru tímabili sínu með liðinu síðasta sumar en hann kom að sex mörkum þegar liðið féll úr Bestu deildinni. Hann hefur alls leikið 27 leiki fyrir liðið í efstu deild.

Hann var á dögunum valinn íþróttamaður HK fyrir frammistöðu sína síðasta sumar. Þá var hann valinn í U19 landsliðið í undankeppni EM. Þá fór hann á reynslu hjá sænska liðinu Hammarby eftir tímabilið.

Birnir Breki hefur vakið athygli hjá félögum í Bestu deildinni þ.á.m Víkingi.


Athugasemdir
banner
banner