Manchester United fylgist áfram vel með Matehus Cunha, leikmanni Wolves, en hann hefur núna sett riftunarverð í samning sinn.
Man Utd var á meðal þeirra félaga sem íhugðu að reyna við hann í síðasta mánuði, en hann endaði á því að gera nýjan samning við Wolves.
Man Utd var á meðal þeirra félaga sem íhugðu að reyna við hann í síðasta mánuði, en hann endaði á því að gera nýjan samning við Wolves.
Það eru hins vegar allar líkur á því að Cunha muni yfirgefa Wolves næsta sumar.
Í nýja samningnum er klásúla um riftunarverð sem gerir Cunha kleift að fara ef félag borgar þá upphæð. Sú upphæð sem um ræðir er 62 milljónir punda.
Cunha hefur verið besti leikmaður Wolves á tímabilinu og var hann líka orðaður við Arsenal, Aston Villa og Nottingham Forest núna í janúarglugganum.
Athugasemdir