Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
   þri 11. febrúar 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
Slot um „óásættanlegt tap“ og stöðuna á Trent og Gomez
Arne Slot, stjóri Liverpool.
Arne Slot, stjóri Liverpool.
Mynd: EPA
Ashley Young.
Ashley Young.
Mynd: Getty Images
Merseyside slagur Everton og Liverpool fer fram á Goodison Park annað kvöld og Arne Slot, stjóri Liverpool, spjallaði við fjölmiðlamenn í dag. Hann ræddi meðal annars meiðslastöðuna á varnarmönnunum Trent Alexander-Arnold og Joe Gomez.

„Trent tók þátt í hluta af æfingunni með okkur í gær og við sjáum hvernig hann verður í dag. Hann æfir vonandi með okkur í dag og við tökum svo ákvörðun í kjölfarið. Joe er meiddur aftur á sama fæti og síðast og ljóst að hann verður allavega ekki með á morgun. Það er áhyggjuefni að hann meiðist aftur á sama stað," segir Slot.

Liverpool er á toppi deildarinnar en Everton hefur unnið þrjá deildarleiki í röð og lyft sér upp í sextánda sæti.

Óásættanlegt tap
Slot gerði margar breytingar á liði sínu fyrir bikarleikinn gegn Plymouth sem tapaðist 1-0 um helgina. Hann tjáði sig frekar um þann leik við fjölmiðla í dag.

„Hjá félagi eins og okkar viljum við berjast um alla titla. Við höfum sagt það frá byrjun. Það er óásættanlegt að tapa gegn Plymouth. Við sem lið og okkar stuðningsmenn eru svekktir. Við þurfum að sýna aðra hlið á okkur á morgun því þessi frammistaða var langt frá því sem við krefjumst af okkur," segir Slot.

Þarf 40 ára Young að glíma við Salah?
Seinna í dag mun David Moyes, stjóri Everton, ræða við fjölmiðlamenn en óvíst er hvort vinstri bakvörðurinn Vitalii Mykolenko geti spilað á morgun. Úkraínumaðurinn missti af FA bikarleiknum gegn Bournemouth vegna kálfameiðsla.

Ef Mykolenko, sem er 25 ára, getur ekki spilað þá mun líklega Ashley Young, sem verður 40 ára í sumar, þurfa að glíma við Mohamed Salah, einn besta leikmann heims. Það er aðstaða sem Moyes vill væntanlega forðast. Þessi 22 ára Argentínumaður kom frá Flamengo í janúarglugganum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner