Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
banner
   sun 09. febrúar 2025 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Slot ver liðsvalið: Mikilvægt að hvíla leikmenn
Mynd: Liverpool
Mynd: Getty Images
Arne Slot hefur fengið mikla gagnrýni fyrir val sitt á byrjunarliði Liverpool fyrir leik gegn Plymouth Argyle í FA bikarnum í dag.

Plymouth, sem vermir botnsæti Championship deildarinnar, sigraði afar óvænt 1-0 á heimavelli gegn toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool.

Tveir leikmenn úr unglingaliðinu voru í byrjunarliði Liverpool í dag og þegar Joe Gomez meiddist snemma leiks kom annar unglingur inn af bekknum. Restin af byrjunarliði Liverpool var skipað varamönnum aðalliðsins, auk Luis Díaz og Diogo Jota.

„Það eru margir leikir á tímabilinu. Við höfum verið að spila tvo leiki á viku undanfarnar vikur og við þurfum líka að gera það næstu vikur. Það er mikilvægt að leikmenn nái að hvíla sig á milli leikja, það er hollt fyrir byrjunarliðsmennina að þurfa ekki að spila tvo leiki í hverri einustu viku," sagði Slot meðal annars eftir tapið í Plymouth.

„Þetta eru líka mikilvægar mínútur fyrir strákana sem spiluðu leikinn í dag. Það er mikilvægt fyrir þá að spila keppnisleiki þegar færi gefst. Þeir fengu tækifæri gegn PSV í Meistaradeildinni en við töpuðum því miður og töpuðum svo aftur í dag. Þeir þurfa að fá meiri spiltíma til að verða betri, þeir þurfa spiltíma til að geta gert gæfumuninn þegar við munum þarfnast þeirra á næstu mánuðum. Það er mikið af leikjum eftir og strákarnir þurfa að vera í leikformi."
Athugasemdir
banner
banner