Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 11. mars 2025 16:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fleiri leikmenn í skoðun vegna mögulegra veðmálabrota?
Elmar Atli.
Elmar Atli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eysteinn Pétur.
Eysteinn Pétur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag greindi Elmar Atli Garðarsson sjálfur frá því á Facebook-síðu sinni að hann hefði gerst sekur um brot á veðmálareglum KSÍ en hann hefur veðjað á leiki í Bestu deildinni. Elmar Atli er fyrirliði Vestra sem spilar í Bestu deildinni.

KSÍ er með málið í skoðun. Framkvæmdastjóri sambandsins, Eysteinn Pétur Lárusson, ræddi við Fótbolta.net í dag. Eins og sést hér að neðan vildi hann ekki gefa upp um hvort upplýsingar hafi fengist um möguleg brot fleiri leikmanna.

„Ég get ekki játað eða neitað því hver á hlut, en ég get staðfest að það er mál leikmanns komið inn á borð til okkar. Það fer bara sínar leiðir í kerfinu, fer til aga- og úrskurðarnefndar og hvað það tekur langan tíma er ómögulegt að segja," segir Eysteinn.

„Núna gefst tími til að skila inn gögnum og afla gögnum um málið. Svo er unnið í því og vonandi kemur niðurstaða í málið fyrr en seinna."

Það er enginn ákveðinn tímarammi sem unnin er eftir að svo stöddu?

„Þegar svona mál koma upp er reynt að vinna þau eins fljótt og kostur er, en ég get ekki gefið upp neinn tímaramma. Þetta er sjálfstæð nefnd sem fær málið til umfjöllunar og þar er bara málið statt."

Eru fleiri svona mál, sem varða leikmenn og brot á veðmálareglum, í gangi?

„Við erum alltaf að skoða þetta og erum með ákveðna vöktun í gangi, fáum meldingar frá UEFA og í gegnum okkar samning við GeniusSports. Það er alltaf í skoðun, en ekkert sem ég get sagt frá núna hvort sé í gangi eða ekki."

Það er þá ekkert sem er formlega til umfjöllunar?

„Ég get ekki sagt neitt til um það eins og staðan er núna," segir Eysteinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner