Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. apríl 2021 19:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Belgía: Aron hafði betur gegn Kolbeini
Kolbeinn Þórðarson spilaði allan leiktímann.
Kolbeinn Þórðarson spilaði allan leiktímann.
Mynd: Lommel
Það voru tveir Íslendingar í byrjunarliði í belgísku B-deildinni á þessu sunnudagskvöldi.

Kolbeinn Þórðarson byrjaði og spilaði allan leikinn fyrir Lommel í Íslendingaslag gegn Union Saint-Gilloise. Aron Sigurðarson byrjaði fyrir Saint-Gilloise og spilað 78 mínútur.

St. Gilloise gerði Lommel greiða um síðustu helgi en það var ekkert svoleiðis upp á teningnum í kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik en St. Gilloise komst yfir í byrjun seinni hálfleiks og vann að lokum 2-0.

Aron og félagar eru komnir upp um deild, en Lommel er sem stendur í þriðja sæti, átta stigum frá öðru sæti.
Athugasemdir
banner