Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   mið 11. maí 2022 21:48
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Mikil dramatík er Inter vann eftir ellefu ára bið
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Juventus 2 - 4 Inter
0-1 Nicoló Barella ('7)
1-1 Alex Sandro ('50)
2-1 Dusan Vlahovic ('52)
2-2 Hakan Calhanoglu ('80, víti)
2-3 Ivan Perisic ('98, víti)
2-4 Ivan Perisic ('102)


Juventus og Inter áttust við í stórkostlegum bikarúrslitaleik á Ítalíu sem fór af stað með látum.

Nicoló Barella kom Inter yfir eftir magnað einstaklingsframtak snemma leiks og var hart barist út fyrri hálfleikinn sem var skemmtilegur þó ekki hafi verið skorað meira.

Seinni hálfleikurinn byrjaði enn betur en sá fyrri og tókst Juve að snúa stöðunni við með mörkum frá Alex Sandro og Dusan Vlahovic á fyrstu sjö mínútunum.

Það var áfram jafnræði með liðunum en á 80. mínútu fékk Inter dæmda vítaspyrnu. Fótleggur Leonardo Bonucci flæktist þá fyrir Lautaro Martinez þegar hann ætlaði að hleypa af skoti. Hakan Calhanoglu skoraði af vítapunktinum og fór leikurinn í framlengingu þar sem Inter fékk aðra vítaspyrnu.

Dómarinn ætlaði ekkert að dæma í seinna skiptið en breytti ákvörðun sinni eftir að hafa séð Matthijs de Ligt brjóta klaufalega af sér í endursýningu. Dómurinn er nokkuð umdeildur á Ítalíu í ljósi þess að leikmaður Inter var með lélegt vald á boltanum og á leið frá markinu. 

Í þetta skiptið fór Ivan Perisic á vítapunktinn og skoraði. Leikmenn Juve voru í sjokki eftir þessa tvo vítaspyrnudóma og nýtti Perisic sér einbeitingarleysið til að gera út um úrslitaleikinn með glæsilegu skoti utan teigs.

Massimiliano Allegri þjálfari Juve var allt annað en sáttur og lét reka sig útaf á 104. mínútu. Hann reifst við dómarana og Lautaro Martinez og fékk ekki að stýra sínum mönnum á lokakaflanum.

Niðurstaðan því frábær sigur Inter eftir stórkostlega viðureign. Þetta er í fyrsta sinn sem Inter vinnur ítalska bikarinn síðan 2011.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner