
Kristófer Páll Viðarsson hefur fengið félagaskipti yfir í Grindavík og er búinn að gera samning við félagið til 2024.
Frá þessu segir félagið í tilkynningu í kvöld, stuttu áður en félagaskiptaglugginn lokar.
Frá þessu segir félagið í tilkynningu í kvöld, stuttu áður en félagaskiptaglugginn lokar.
Kristófer Páll er 25 ára gamall sóknarþenkjandi leikmaður sem hefur komið víða við á ferli sínum. Síðast lék hann með Reyni Sandgerði þar sem hann skoraði átta mörk í 22 leikjum í 2. deild karla á síðasta tímabili.
Kristófer er uppalinn hjá Leikni á Fáskrúðsfirði en hann hefur einnig leikið með Keflavík, Fylki og Selfossi á sínum ferli.
Grindavík hóf Lengjudeildina með jafntefli gegn Aftureldingu. Næsti leikur liðsins er gegn Þrótti Vogum á morgun og þar gæti Kristófer þreytt frumraun sína.
Athugasemdir