Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fim 11. maí 2023 14:38
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Dr. Football 
„Fyrst þeir voru að reka á annað borð áttu þeir að reka Jökul líka“
Lúðvík Jónasson.
Lúðvík Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason og Jökull Elísabetarson.
Ágúst Gylfason og Jökull Elísabetarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lúðvík Jónasson, fyrrum leikmaður Stjörnunnar og einn mest áberandi stuðningsmaður liðsins, tjáði sig um það í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að Ágúst Gylfason var rekinn sem þjálfari Garðabæjarliðsins.

Stjarnan hefur ráðið Jökul Elísabetarson í hans stað en Jökull var aðstoðarmaður Ágústs.

„Fyrst þeir voru að reka á annað borð áttu þeir að reka Jökul líka. Það vita allir sem eru í kringum fótboltann í Garðabænum að hann er að sjá um allar æfingar og stýra upplegginu og annað. Gústi kannski velur liðið en allt annað er Jökull. Ég sé engar breytingar í vændum. Ég veit ekki á hvaða vegferð þeir eru. Ég sé ekki vegferðina," segir Lúðvík.

Í könnun á forsíðu Fótbolta.net er spurt hvort það hafi verið rétt ákvörðun hjá Stjörnunni að reka Ágúst og láta Jökul stýra liðinu. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 28% lesenda sagt já en 72% nei.

Í Dr. Football gagnrýnir Lúðvík einnig þá leikmenn sem fengnir voru til félagsins og gagnrýnir upplegg þjálfarateymisins.

„Þessir þjálfarar vita greinilega ekkert um mannskapinn sem þeir eru með. Þeir fá falleinkunn frá mér."

Sjá einnig:
Hvað segja stuðningsmenn Stjörnunnar?

Stjarnan hefur byrjað þetta tímabil illa og er liðið í ellefta sæti Bestu deildarinnar með aðeins þrjú stig en liðið tapaði síðasta leik sínum gegn Fram, 2-1. Liðið mætir ÍBV á laugardaginn.

Sjá einnig:
„Allir tala um að Jökull sé heilinn á bak við þetta en öll pressan er á Gústa“
Ert þú búin/n að mæta á leik í Bestu deildunum það sem af er tímabili?
Athugasemdir
banner
banner
banner