Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
   þri 11. júní 2024 23:34
Sölvi Haraldsson
Perry Mclachlan: Betra liðið vann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Betra liðið vann. Við sýndum Þrótti kannski of mikla virðingu en við áttum samt nokkrar góðar rispur í kvöld.“ sagði Perry Mclachlan, þjálfari Aftureldingar, eftir 4-1 tap gegn Bestu deildarliði Þróttar í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  4 Þróttur R.

Þróttur fékk afar umdeilda vítaspyrnu í miðjum fyrri hálfleik. En það vakti athygli að sami dómari og dæmdi leikinn í dag dæmdi leik Aftureldingar gegn Gróttu þar sem hann dæmdi mjög umdeilda vítaspyrnu sem Grótta fékk í stöðunni 1-0 fyrir Aftureldingu og korter eftir af leiknum.

Ég þarf að sjá þetta aftur. Mig langar ekki að ræða um dómara, þeir eru svo verndaðir og það borgar sig ekkert. Hvað sem ég segi er hættulegt. Ég þarf að sjá þetta aftur. Við þurfum líka oftar að hugsa um okkar sjálf en ekki dómarana.“

Perry er mjög ánægður með að hafa náð í 8-liða úrslitin en hann segir að öll einbeiting Aftureldingar fari núna á deildina.

Bikarinn er skemmtilegur. Það er ekkert forgangsmál fyrir okkur sem Lengjudeildarlið að ná langt í honum. Því lengra sem þú ferð því skemmtilegra það er. Þetta er skemmtilegt. En núna getum við einbeitt okkur að deildinni sem skiptir okkur máli í ár.“

Afturelding trónar á toppnum í Lengjudeildinni en þær eiga Selfoss næst á útivelli.

Við tökum bara einn leik í einu. Við horfum alltaf á næsta leik sem er Selfoss á útivelli. Við förum í þann leik tilbúnar með leikskipulag. Selfoss er gott og skipulagt lið sem verður erfitt að vinna.“

Viðtalið við Perry má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner