Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   þri 11. júní 2024 23:34
Sölvi Haraldsson
Perry Mclachlan: Betra liðið vann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Betra liðið vann. Við sýndum Þrótti kannski of mikla virðingu en við áttum samt nokkrar góðar rispur í kvöld.“ sagði Perry Mclachlan, þjálfari Aftureldingar, eftir 4-1 tap gegn Bestu deildarliði Þróttar í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  4 Þróttur R.

Þróttur fékk afar umdeilda vítaspyrnu í miðjum fyrri hálfleik. En það vakti athygli að sami dómari og dæmdi leikinn í dag dæmdi leik Aftureldingar gegn Gróttu þar sem hann dæmdi mjög umdeilda vítaspyrnu sem Grótta fékk í stöðunni 1-0 fyrir Aftureldingu og korter eftir af leiknum.

Ég þarf að sjá þetta aftur. Mig langar ekki að ræða um dómara, þeir eru svo verndaðir og það borgar sig ekkert. Hvað sem ég segi er hættulegt. Ég þarf að sjá þetta aftur. Við þurfum líka oftar að hugsa um okkar sjálf en ekki dómarana.“

Perry er mjög ánægður með að hafa náð í 8-liða úrslitin en hann segir að öll einbeiting Aftureldingar fari núna á deildina.

Bikarinn er skemmtilegur. Það er ekkert forgangsmál fyrir okkur sem Lengjudeildarlið að ná langt í honum. Því lengra sem þú ferð því skemmtilegra það er. Þetta er skemmtilegt. En núna getum við einbeitt okkur að deildinni sem skiptir okkur máli í ár.“

Afturelding trónar á toppnum í Lengjudeildinni en þær eiga Selfoss næst á útivelli.

Við tökum bara einn leik í einu. Við horfum alltaf á næsta leik sem er Selfoss á útivelli. Við förum í þann leik tilbúnar með leikskipulag. Selfoss er gott og skipulagt lið sem verður erfitt að vinna.“

Viðtalið við Perry má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner