Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   þri 11. júní 2024 23:34
Sölvi Haraldsson
Perry Mclachlan: Betra liðið vann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Betra liðið vann. Við sýndum Þrótti kannski of mikla virðingu en við áttum samt nokkrar góðar rispur í kvöld.“ sagði Perry Mclachlan, þjálfari Aftureldingar, eftir 4-1 tap gegn Bestu deildarliði Þróttar í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  4 Þróttur R.

Þróttur fékk afar umdeilda vítaspyrnu í miðjum fyrri hálfleik. En það vakti athygli að sami dómari og dæmdi leikinn í dag dæmdi leik Aftureldingar gegn Gróttu þar sem hann dæmdi mjög umdeilda vítaspyrnu sem Grótta fékk í stöðunni 1-0 fyrir Aftureldingu og korter eftir af leiknum.

Ég þarf að sjá þetta aftur. Mig langar ekki að ræða um dómara, þeir eru svo verndaðir og það borgar sig ekkert. Hvað sem ég segi er hættulegt. Ég þarf að sjá þetta aftur. Við þurfum líka oftar að hugsa um okkar sjálf en ekki dómarana.“

Perry er mjög ánægður með að hafa náð í 8-liða úrslitin en hann segir að öll einbeiting Aftureldingar fari núna á deildina.

Bikarinn er skemmtilegur. Það er ekkert forgangsmál fyrir okkur sem Lengjudeildarlið að ná langt í honum. Því lengra sem þú ferð því skemmtilegra það er. Þetta er skemmtilegt. En núna getum við einbeitt okkur að deildinni sem skiptir okkur máli í ár.“

Afturelding trónar á toppnum í Lengjudeildinni en þær eiga Selfoss næst á útivelli.

Við tökum bara einn leik í einu. Við horfum alltaf á næsta leik sem er Selfoss á útivelli. Við förum í þann leik tilbúnar með leikskipulag. Selfoss er gott og skipulagt lið sem verður erfitt að vinna.“

Viðtalið við Perry má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner