Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   þri 11. júní 2024 23:34
Sölvi Haraldsson
Perry Mclachlan: Betra liðið vann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Betra liðið vann. Við sýndum Þrótti kannski of mikla virðingu en við áttum samt nokkrar góðar rispur í kvöld.“ sagði Perry Mclachlan, þjálfari Aftureldingar, eftir 4-1 tap gegn Bestu deildarliði Þróttar í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  4 Þróttur R.

Þróttur fékk afar umdeilda vítaspyrnu í miðjum fyrri hálfleik. En það vakti athygli að sami dómari og dæmdi leikinn í dag dæmdi leik Aftureldingar gegn Gróttu þar sem hann dæmdi mjög umdeilda vítaspyrnu sem Grótta fékk í stöðunni 1-0 fyrir Aftureldingu og korter eftir af leiknum.

Ég þarf að sjá þetta aftur. Mig langar ekki að ræða um dómara, þeir eru svo verndaðir og það borgar sig ekkert. Hvað sem ég segi er hættulegt. Ég þarf að sjá þetta aftur. Við þurfum líka oftar að hugsa um okkar sjálf en ekki dómarana.“

Perry er mjög ánægður með að hafa náð í 8-liða úrslitin en hann segir að öll einbeiting Aftureldingar fari núna á deildina.

Bikarinn er skemmtilegur. Það er ekkert forgangsmál fyrir okkur sem Lengjudeildarlið að ná langt í honum. Því lengra sem þú ferð því skemmtilegra það er. Þetta er skemmtilegt. En núna getum við einbeitt okkur að deildinni sem skiptir okkur máli í ár.“

Afturelding trónar á toppnum í Lengjudeildinni en þær eiga Selfoss næst á útivelli.

Við tökum bara einn leik í einu. Við horfum alltaf á næsta leik sem er Selfoss á útivelli. Við förum í þann leik tilbúnar með leikskipulag. Selfoss er gott og skipulagt lið sem verður erfitt að vinna.“

Viðtalið við Perry má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner