Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 11. júní 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Valgeir Lunddal: Hef aldrei spilað miðvörð í fjögurra manna línu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson spilaði í miðverði ásamt Sverri Inga Ingasyni gegn Hollandi í gær en hann er ekki mjög vanur því.

Eins og Age Hareide benti á í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn hafði Valgeir spilað stöðuna með u21 árs landsliðinu.


Valgeir sagði frá því í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn að hafi lítið spilað og æft sig í miðverði í fjögurra manna varnarlínu.

„Ég hef eiginlega aldrei spilað miðvörð í fjögurra manna línu. Ég hef verið í u21 árs landsliðinu í þriggja manna hafsentalínu. Þetta er aðeins öðruvísi og aðeins ýktara. Sem bakvörður var ég oft að ýta aðeins út en það var fínt að hafa Sverri við hliðina á mér sem var að tala við mig mikið," sagði Valgeir Lunddal.

„Þetta á eftir að verða betra og betra eftir því sem ég spila oftar. Ég þarf líka að æfa mig. Ég hef eiginlega ekkert verið að æfa þessa stöðu."


Athugasemdir
banner