Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   þri 11. júní 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Vísir.is 
Hareide áhyggjufullur: Ekki hægt að kenna honum um neitt
Icelandair
Valgeir Lunddal í baráttunni við Memphis Depay framherja hollenska liðsins
Valgeir Lunddal í baráttunni við Memphis Depay framherja hollenska liðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það vakti athygli að Valgeir Lunddal Friðriksson var í miðverðinum í liði íslenska landsliðsins gegn Hollandi í gær en Valgeir er bakvörður að upplagi.

Valgeir var kallaður inn í landsliðið eftir að Hlynur Freyr Karlsson meiddist. Það kom mörgum á óvart að hann hafi verið í byrjunarliðinu þar sem Brynjar Ingi Bjarnason var valinn upphaflega í hópinn.


Age Hareide landsliðsþjálfari íslenska liðsins útskýrði valið í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn.

„Það eru nokkrir leikmenn fjarverandi vegna meiðsla svo við höfðum ekki úr mörgum leikmönnum að velja, það veldur mér miklum áhyggjum. Vonum að allir okkar leikmenn séu klárir í leikina í haust,“ sagði Age Hareide.

„Hann spilaði í þriggja manna línu með U-21 árs landsliðinu, hefur hæðina og hraðann. Hann hefur spilað vel sem bakvörður með Häcken en í svæðisvörn skiptir það ekki öllu máli. Átt að þekkja þitt svæði og vita hvað þú þarft að gera. Það er samt ekki hægt að kenna honum um neitt."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner