Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   lau 11. júlí 2020 22:27
Helgi Fannar Sigurðsson
Igor Bjarni: Stærra vandamál en að svara í einni setningu
Igor Bjarni Kostic.
Igor Bjarni Kostic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er drullufúl. Þetta eru tveir leikir í þessari viku á móti tveimur sterkum andstæðingum sem að enda alveg eins og á alveg eins hátt," sagði Igor Bjarni Kostic, þjálfari Hauka, svekktur eftir 1-2 tap gegn Kórdrengjum fyrr í dag.

Haukar voru lakari aðilinn til að byrja með og réðu Kórdrengir ferðinni fyrstu mínúturnar. Haukar unnu sig svo smátt og smátt inn í leikinn. Staðan var markalaus þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik. Haukar komust svo yfir á 62. mínútu þegar Tómas Leó Ásgeirsson skoraði úr vítaspyrnu. Albert Brynjar Ingason svaraði þó fyrir Kórdrengi með tveimur mörkum og þar við sat.

„Þótt við höfum talað um allar lexíurnar sem við ætluðum að taka með okkur gerum við nákvæmlega sömu hluti aftur á, í raun og veru, nákvæmlega sama hátt. Ætli við séum ekki bara að gjalda fyrir það að vera ungir og óreyndir? Engu að síður við ég fá meira frá strákunum."

Igor var spurður nánar út í þessa hluti sem hefur vantað upp á.

„Það er eitthvað í strúktúr, það er eitthvað í andlegu hliðinni og það er að sjálfsögðu eitthvað í reynslubankanum líka. Þetta spilar allt saman og er stærra vandamál en að svara þessu í einni setningu."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner