Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
   fim 11. júlí 2024 15:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valgeir Lunddal verður liðsfélagi Ísaks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þýska félagið Fortuna Düsseldorf er í dag sterklega orðað við íslenska landsliðsmanninn Valgeir Lunddal Friðriksson sem er leikmaður Häcken í Svíþjóð. Valgeir er 22 ára bakvörður sem á innan við hálft ár eftir af samningi sínum við sænska félagið.

Rheinische Post segir skiptin svo gott sem frágengin. Sagt er að Valgeir gæti flogið strax til Austurríkis þar sem þýska liðið er í æfingaferð sem hófst í dag. Kaupverðið er sagt verða lág sex talna upphæð þar sem stutt er eftir af samningi Valgeirs við Häcken.

Ef Valgeir semur við Düsseldorf verður hann samherji Ísaks Bergmanns Jóhannessonar en þeir hafa verið saman í A-landsliðinu og voru þar á undan samherjar í U21 landsliðinu. Þýska félagið keypti Ísak fyrr í þessum glugga eftir vel heppnaða lánsdvöl síðasta vetur.

Hjá Häcken hefur Valgeir bæði orðið sænskur meistari og bikarmeistari. Hann er uppalinn hjá Fjölni en var í tvö ár hjá Val áður en hann var seldur til Svíþjóðar. Hann var seldur eftir að hafa orðið Íslandsmeistari árið 2020.

Düsseldorf verður áfram í B-deildinni eftir að hafa á grátlegan hátt misst af sæti í Bundesliga í lok síðasta tímabils.


Athugasemdir
banner
banner