West Ham hótar að fara í málaferli við eigendur London vallarins ef þeir lækka ekki bjórverðið fyrir næsta heimaleik.
Félagið er mjög ósátt við að ódýrasti bjórinn sem var seldur á leiknum gegn Manchester City kostaði 7,30 pund eða 1.205 íslenskar krónur.
Félagið er mjög ósátt við að ódýrasti bjórinn sem var seldur á leiknum gegn Manchester City kostaði 7,30 pund eða 1.205 íslenskar krónur.
Stuðningsmenn voru reiðir yfir bjórverðinu en West Ham verðleggur ekki bjórinn og hagnast ekki á veitingasölu á leikvangnum.
Félagið gerði hinsvegar samkomulag, til að verja stuðningsmenn sína gagnvart okri, um að verðlagningin á vellinum eigi að vera í kringum meðalverðsins hjá Arsenal, Tottenham og Chelsea sem einnig leika í Lundúnum.
Ef farið væri eftir því samkomulagi ætti ódýrasti bjórinn að kosta 5,75 pund eða 950 krónur.
Athugasemdir