Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 11. ágúst 2022 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Everton skoðar Gyökeres og Adams - Viðræður við PSG að sigla í strand?
Mynd: UEFA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Everton þarf að styrkja leikmannahópinn sinn fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni. Félagið seldi Richarlison, einn af sínum allra bestu leikmönnum, í sumar en hefur ekki keypt framherja til að leysa hann af hólmi. 


Dominic Calvert-Lewin átti að leiða sóknarlínuna undir stjórn Frank Lampard en hann meiddist á dögunum og missir af fyrstu vikum tímabilsins.

Everton keypti hinn mikilsmetna Amadou Onana fyrir miðjuna hjá sér en vantar annan miðjumann. Félagið er því bæði í leit að miðjumanni og sóknarmanni fyrir gluggalok um næstu mánaðamót.

Sky Sports segir að Everton sé að undirbúa tilboð í Viktor Gyökeres, 24 ára framherja Coventry og sænska landsliðsins, sem skoraði 18 mörk í 45 leikjum á síðustu leiktíð og skoraði svo í fyrstu umferð Championship deildarinnar sem fór fram um helgina.

The Athletic segir hins vegar að félagið sé á höttunum eftir Che Adams, 26 ára framherja Southampton, sem er þó ekki opinberlega til sölu. Athletic heldur því fram að Southampton sé tilbúið til að selja leikmanninn og með nokkur skotmörk í huga til að fylla í skarðið og styrkja sóknarlínuna fyrir gluggalok.

Adams missti byrjunarliðssæti sitt undir lok síðasta tímabils og sat á bekknum í fyrstu umferð nýs úrvalsdeildartímabils. Hann skoraði 7 mörk í 30 úrvalsdeildarleikjum á síðustu leiktíð og gaf tvær stoðsendingar. Í heildina hefur hann komið að 33 mörkum í 110 leikjum hjá Southampton.

Þar að auki hefur Everton verið orðað við Martin Terrier, Serhou Guirassy og Terem Moffi sem eru allir framherjar úr frönsku deildinni.

Þegar kemur að miðjumönnum virðast viðræður Everton við PSG um kaup á Idrissa Gana Gueye hafa siglt í strand. Gueye var lykilmaður hjá Everton þar til hann var seldur til PSG fyrir þremur árum en núna vill franska félagið losna við hann, einu ári fyrir samningslok.

Everton tókst að semja við Gueye en ekki hefur náðst samkomulag við PSG um kaupverð. Stjórnendur Everton hafa trú á því að skiptin gangi í gegn en þeir eru tilbúnir ef svo fer ekki. Þá mun Everton bjóða í Mohamed Camara, 22 ára miðjumann RB Salzburg.


Athugasemdir
banner
banner
banner