Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fim 11. ágúst 2022 19:41
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin: Breiðablik steinlá í Istanbúl
Mynd: Getty Images
Ísak Snær fór ekki með til Tyrklands.
Ísak Snær fór ekki með til Tyrklands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Istanbul Basaksehir 3 - 0 Breiðablik
1-0 Stefano Okaka ('44)
2-0 Ahmed Touba ('74)
3-0 Danijel Aleksic ('84)


Lestu um leikinn: Istanbul Basaksehir 3 -  0 Breiðablik

Breiðablik er úr leik í Evrópu eftir að hafa tapað gegn stórliðinu Istanbul Basaksehir bæði á Íslandi og í Tyrklandi.

Blikar voru óheppnir í fyrri leiknum sem var nokkuð jafn en Tyrkirnir nýttu færin sín betur. Í dag var sagan önnur þar sem aðeins eitt lið var á vellinum í Tyrklandi.

Óskar Hrafn Þorvaldsson róteraði mikið í byrjunarliði Blika þar sem þeir eru að einbeita sér að titilbaráttunni í Bestu deildinni frekar en að reyna að snúa nokkuð ómögulegri stöðu við á gífurlega erfiðum útivelli.

Stefano Okaka, fyrrum landsliðsmaður Ítalíu, skoraði fyrsta mark Basaksehir í dag og bættu Ahmed Touba og Danijel Aleksic mörkum við eftir leikhlé.

Lokatölur urðu 3-0 fyrir Basaksehir sem vinnur samanlagt 6-1 eftir sigurinn í fyrri leiknum í Kópavogi.

Víkingur R. er þessa stundina að spila við Lech Poznan í Póllandi. Þeir eru þar tveimur mörkum undir og samanlögð staða í viðureigninni því 2-1 fyrir Lech Poznan.


Byrjunarlið Istanbul Basaksehir:
1. Volkan Babacan (m)
2. Berkay Özcan
3. Hasan Ali Kaldirim
7. Serdar Gürler
19. Sener Özbayrakli
20. Luca Biglia
23. Deniz Turuc
42. Ömer Ali Sahiner
55. Youssouf Ndayishimiye
59. Ahmed Touba
77. Stefano Okaka

Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Mikkel Qvist
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
30. Andri Rafn Yeoman
67. Omar Sowe
Athugasemdir
banner
banner
banner