Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   sun 11. ágúst 2024 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
2. deild kvenna: Skoraði fimm í sigri Vestra - KR vann Völsung
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Vestri vann stórsigur á Dalvík/Reyni í úrslitakeppni 2. deildar kvenna og KR lagði Völsung að velli.


Mimi Eiden gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk þegar Vestri valtaði yfir Dalvík/Reyni en sigurinn var svo gott sem í höfn eftir 25 mínútna leik þegar staðan var orðin 4-0.

Þá vann KR Völsung á Meistaravöllum þar seme Makayla Soll kom liðinu yfir með marki undir lok fyrri háflleiks.

Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir innsiglaði sigur liðsins með marki úr vítaspyrnu.

KR 2 - 0 Völsungur
1-0 Makayla Soll ('43 )
2-0 Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir ('65 , Mark úr víti)

Vestri 6 - 2 Dalvík/Reynir
1-0 Mimi Eiden ('6 )
2-0 Lára Ósk Albertsdóttir ('10 )
3-0 Mimi Eiden ('12 )
4-0 Mimi Eiden ('25 )
4-1 Hafrún Mist Guðmundsdóttir ('42 )
4-2 Rebekka Lind Aðalsteinsdóttir ('50 )
5-2 Mimi Eiden ('54 )
6-2 Mimi Eiden ('90 )


Athugasemdir
banner
banner
banner