Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
   sun 11. ágúst 2024 17:14
Stefán Marteinn Ólafsson
Aron Elís: Svekkjandi atburðarrás en auðvitað eigum við að gera betur
Aron Elís Þrándarson
Aron Elís Þrándarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar tóku á móti Vestra á heimavelli hamingjunnar þegar átjánda umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína í dag.

Víkingar gerðu þó nokkrar breytingar á sínu liði fyrir leikinn í dag og tóku snemma forystuna en urðu þó að sætta sig við aðeins eitt stig þegar uppi var staðið.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Vestri

„Svekkjandi. Við eigum að vinna alla leiki á heimavelli og svekkjandi að fá bara eitt stig í dag." Sagði Aron Elís Þrándarson leikmaður Víkinga eftir leikinn í dag.

Víkingar komust snemma yfir í dag en Vestri jafnaði leikunn undir lokin en Víkingar vildu meina að brotið hafi verið á Sveini Gísla í aðdraganda marksins.

„Í fyrsta lagi bara mikið kredit á Vestra liðið sem seldu sig dýrt í dag og voru að berjast fyrir hvorn annan en mér fannst þetta alltaf vera groddaraleg tækling þarna í aðdraganda marksins á Svein Gísla. Gæti verið að hann fari smá í boltann en hann fer í gegnum boltann og í manninn og að mínu viti fannst mér það vera aukaspyrna. Hann [Vilhjálmur Alvar] stoppar ekki leikinn fyrir okkur og þeir enda á því að skora. Svekkjandi atburðarrás en auðvitað eigum við bara að gera betur."

Aron Elís spilaði bara fyrri hálfleikinn í dag og Arnar Gunnlausson talar um að menn séu á „Red zone" í spilatíma.

„Ég veit það ekki. Ég er ekki með undirbúningstímabil á bakinu og nú eru held ég komnir fjórir leikir í röð á stuttum tíma þannig það var kannski smá þannig."

Nánar er rætt við Aron Elís Þrándarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner