Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
banner
   sun 11. ágúst 2024 17:14
Stefán Marteinn Ólafsson
Aron Elís: Svekkjandi atburðarrás en auðvitað eigum við að gera betur
Aron Elís Þrándarson
Aron Elís Þrándarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar tóku á móti Vestra á heimavelli hamingjunnar þegar átjánda umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína í dag.

Víkingar gerðu þó nokkrar breytingar á sínu liði fyrir leikinn í dag og tóku snemma forystuna en urðu þó að sætta sig við aðeins eitt stig þegar uppi var staðið.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Vestri

„Svekkjandi. Við eigum að vinna alla leiki á heimavelli og svekkjandi að fá bara eitt stig í dag." Sagði Aron Elís Þrándarson leikmaður Víkinga eftir leikinn í dag.

Víkingar komust snemma yfir í dag en Vestri jafnaði leikunn undir lokin en Víkingar vildu meina að brotið hafi verið á Sveini Gísla í aðdraganda marksins.

„Í fyrsta lagi bara mikið kredit á Vestra liðið sem seldu sig dýrt í dag og voru að berjast fyrir hvorn annan en mér fannst þetta alltaf vera groddaraleg tækling þarna í aðdraganda marksins á Svein Gísla. Gæti verið að hann fari smá í boltann en hann fer í gegnum boltann og í manninn og að mínu viti fannst mér það vera aukaspyrna. Hann [Vilhjálmur Alvar] stoppar ekki leikinn fyrir okkur og þeir enda á því að skora. Svekkjandi atburðarrás en auðvitað eigum við bara að gera betur."

Aron Elís spilaði bara fyrri hálfleikinn í dag og Arnar Gunnlausson talar um að menn séu á „Red zone" í spilatíma.

„Ég veit það ekki. Ég er ekki með undirbúningstímabil á bakinu og nú eru held ég komnir fjórir leikir í röð á stuttum tíma þannig það var kannski smá þannig."

Nánar er rætt við Aron Elís Þrándarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner