Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 11. ágúst 2024 17:14
Stefán Marteinn Ólafsson
Aron Elís: Svekkjandi atburðarrás en auðvitað eigum við að gera betur
Aron Elís Þrándarson
Aron Elís Þrándarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar tóku á móti Vestra á heimavelli hamingjunnar þegar átjánda umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína í dag.

Víkingar gerðu þó nokkrar breytingar á sínu liði fyrir leikinn í dag og tóku snemma forystuna en urðu þó að sætta sig við aðeins eitt stig þegar uppi var staðið.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Vestri

„Svekkjandi. Við eigum að vinna alla leiki á heimavelli og svekkjandi að fá bara eitt stig í dag." Sagði Aron Elís Þrándarson leikmaður Víkinga eftir leikinn í dag.

Víkingar komust snemma yfir í dag en Vestri jafnaði leikunn undir lokin en Víkingar vildu meina að brotið hafi verið á Sveini Gísla í aðdraganda marksins.

„Í fyrsta lagi bara mikið kredit á Vestra liðið sem seldu sig dýrt í dag og voru að berjast fyrir hvorn annan en mér fannst þetta alltaf vera groddaraleg tækling þarna í aðdraganda marksins á Svein Gísla. Gæti verið að hann fari smá í boltann en hann fer í gegnum boltann og í manninn og að mínu viti fannst mér það vera aukaspyrna. Hann [Vilhjálmur Alvar] stoppar ekki leikinn fyrir okkur og þeir enda á því að skora. Svekkjandi atburðarrás en auðvitað eigum við bara að gera betur."

Aron Elís spilaði bara fyrri hálfleikinn í dag og Arnar Gunnlausson talar um að menn séu á „Red zone" í spilatíma.

„Ég veit það ekki. Ég er ekki með undirbúningstímabil á bakinu og nú eru held ég komnir fjórir leikir í röð á stuttum tíma þannig það var kannski smá þannig."

Nánar er rætt við Aron Elís Þrándarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner