Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Arnór Gauti: Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
banner
   sun 11. ágúst 2024 17:14
Stefán Marteinn Ólafsson
Aron Elís: Svekkjandi atburðarrás en auðvitað eigum við að gera betur
Aron Elís Þrándarson
Aron Elís Þrándarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar tóku á móti Vestra á heimavelli hamingjunnar þegar átjánda umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína í dag.

Víkingar gerðu þó nokkrar breytingar á sínu liði fyrir leikinn í dag og tóku snemma forystuna en urðu þó að sætta sig við aðeins eitt stig þegar uppi var staðið.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Vestri

„Svekkjandi. Við eigum að vinna alla leiki á heimavelli og svekkjandi að fá bara eitt stig í dag." Sagði Aron Elís Þrándarson leikmaður Víkinga eftir leikinn í dag.

Víkingar komust snemma yfir í dag en Vestri jafnaði leikunn undir lokin en Víkingar vildu meina að brotið hafi verið á Sveini Gísla í aðdraganda marksins.

„Í fyrsta lagi bara mikið kredit á Vestra liðið sem seldu sig dýrt í dag og voru að berjast fyrir hvorn annan en mér fannst þetta alltaf vera groddaraleg tækling þarna í aðdraganda marksins á Svein Gísla. Gæti verið að hann fari smá í boltann en hann fer í gegnum boltann og í manninn og að mínu viti fannst mér það vera aukaspyrna. Hann [Vilhjálmur Alvar] stoppar ekki leikinn fyrir okkur og þeir enda á því að skora. Svekkjandi atburðarrás en auðvitað eigum við bara að gera betur."

Aron Elís spilaði bara fyrri hálfleikinn í dag og Arnar Gunnlausson talar um að menn séu á „Red zone" í spilatíma.

„Ég veit það ekki. Ég er ekki með undirbúningstímabil á bakinu og nú eru held ég komnir fjórir leikir í röð á stuttum tíma þannig það var kannski smá þannig."

Nánar er rætt við Aron Elís Þrándarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
2.    Víkingur R. 21 14 4 3 50 - 23 +27 46
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 21 5 6 10 34 - 42 -8 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner