Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Forest leiðir kappið um James McAtee
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sky Sports greinir frá því að Nottingham Forest leiði kapphlaupið um James McAtee sóknarsinnaðan miðjumann Manchester City.

McAtee, sem var algjör lykilmaður í ógnarsterku U21 landsliði Englands, vill ólmur skipta um félag útaf hann er ósáttur með spiltímann sinn með Man City.

Hann er 22 ára gamall og þrátt fyrir vilja City til að halda honum innan sinna raða er það ekki lengur mögulegt. Leikmaðurinn er þreyttur á bekkjarsetunni og trúir ekki að staða sín í leikmannahópi City muni breytast á komandi leiktíð.

McAtee hefur meðal annars verið orðaður við Borussia Dortmund og RB Leipzig í sumar en hann er aðeins með eitt ár eftir af samningi í Manchester.

Talið er að Man City sé reiðubúið til að selja leikmanninn fyrir um það bil 30 milljónir punda.

McAtee er sagður vera mjög spenntur fyrir að ganga í raðir Forest eftir að hafa alist upp í Manchester og búið þar næstum því allt sitt líf. Hann lék á láni hjá Sheffield United í tvö ár og var í lykilhlutverki.

Á síðustu leiktíð skoraði hann 7 mörk í 27 leikjum með Man City þrátt fyrir að vera nánast aldrei í byrjunarliðinu.

Forest vonast til að ganga frá kaupunum fyrir helgi svo McAtee verði gjaldgengur fyrir opnunarleik nýs úrvalsdeildartímabils. Forest spilar þar við Brentford í spennandi rimmu.

McAtee gæti orðið fimmti leikmaðurinn sem flytur til Nottingham í sumar eftir að félagið nældi sér í Dan Ndoye, Jair Cunha, Igor Jesus og Angus Gunn.

   29.07.2025 18:40
Höfnuðu 25 milljón punda tilboði í McAtee

Athugasemdir
banner
banner