Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Mætir aftur til Íslands og dæmir hjá sömu liðum
Anastasios Papapetrou á Kópavogsvelli.
Anastasios Papapetrou á Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Gríski dómarinn Anastasios Papapetrou verður með flautuna á Kópavogsvelli á fimmtudagskvöld, þegar Breiðablik leikur seinni leik sinn gegn Zrinjski Mostar í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Áhugavert er að fyrir tveimur árum dæmdi hann viðureign sömu liða, á sama velli, en sá leikur endaði með 1-0 sigri Blika. Bosníska liðið flaug þó áfram enda hafði það unnið 6-2 sigur í fyrri leiknum.

Arnar Laufdal, sem skrifaði um leikinn í Kópavogi fyrir tveimur árum, gaf gríska dómaranum 6 í einkunn.

Það er ekki nóg með að dómarinn verði sá sami á fimmtudag heldur einnig verða sömu aðstoðardómarar og fyrir tveimur árum; Trýfon Petrópoulos og Iordánis Aptósoglou.

Fyrri leikur Zrinjski Mostar og Breiðabliks endaði með 1-1 jafntefli. Ef Breiðablik nær að komast áfram fer liðið í umspil um sæti í Evrópudeildinni og er öruggt með að minnsta kosti sæti í Sambandsdeildinni.

La Liga dómari dæmir hjá Víkingi
Spænskir dómarar verða á seinni leik Bröndby og Víkings í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Guillermo Cuadra Fernández verður þar aðaldómari en Víkingur vann frækinn 3-0 sigur í fyrri leiknum. Ef Víkingur kemst áfram mun liðið mæta Strasbourg frá Frakklandi í umspilinu.
Athugasemdir
banner